Næsti Mazda2? Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 09:33 Mazda fyrirtækinu hefur gengið afar vel með Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 bílana með sínum skilvirku Skyactive vélum og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim og eru hlaðnir viðurkenningum. Mazda er að vonum með bás í bílasýningunni í Genf og þar sýna þeir nú þennan litla bíl sem ber nafnið Hazumi og er í B-stærðarflokki. Hann ber sannarlega svip af öðrum nýhönnuðum bílum Mazda með sína „Kodo“-línur og framendinn er nauðalíkur Mazda3. Flestir vilja meina að þessi bíll sé í raun næsti Mazda2 bíll, þó hann beri allt annað nafn núna sem tilraunabíll. Hazumi er með 1,5 lítra Skyactive dísilvél sem á að vera einstaklega nýtin á eldsneytið, eins og aðra Skyactive vélar frá Mazda og menga minna en 90 g/km af koltvísýringi. Hið nýja Mazda Connect upplýsingakerfi verður í bílnum og eins og hann stendur í básnum í Genf er hann með mjög fallega og nýtískulega innréttingu og þunn framsæti með Alcantara áklæði. Ekki er nú alveg víst að endanlegur bíll verði nákvæmlega þannig í útliti.Einföld og stílhrein innrétting. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Mazda fyrirtækinu hefur gengið afar vel með Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 bílana með sínum skilvirku Skyactive vélum og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim og eru hlaðnir viðurkenningum. Mazda er að vonum með bás í bílasýningunni í Genf og þar sýna þeir nú þennan litla bíl sem ber nafnið Hazumi og er í B-stærðarflokki. Hann ber sannarlega svip af öðrum nýhönnuðum bílum Mazda með sína „Kodo“-línur og framendinn er nauðalíkur Mazda3. Flestir vilja meina að þessi bíll sé í raun næsti Mazda2 bíll, þó hann beri allt annað nafn núna sem tilraunabíll. Hazumi er með 1,5 lítra Skyactive dísilvél sem á að vera einstaklega nýtin á eldsneytið, eins og aðra Skyactive vélar frá Mazda og menga minna en 90 g/km af koltvísýringi. Hið nýja Mazda Connect upplýsingakerfi verður í bílnum og eins og hann stendur í básnum í Genf er hann með mjög fallega og nýtískulega innréttingu og þunn framsæti með Alcantara áklæði. Ekki er nú alveg víst að endanlegur bíll verði nákvæmlega þannig í útliti.Einföld og stílhrein innrétting.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent