Woods verkjalaus og með á Doral Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. mars 2014 23:23 Tiger Woods verður með um helgina í Flórída. vísir/AP Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira