Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Pistorius lokið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:17 Oscar Pistorius VÍSIR/AFP Nú er fyrstu viku réttarhaldanna yfir Suður-afríska spretthlauparanum Oscari Pistorius lokið, en Oscar varð kærustu sinni að bana á Valentínusardag í fyrra. Rétturinn hefur fengið að heyra vitnisburð nágranna hans, lögreglu sem kom á vettvang eftir atburðarrásina og frá svikinni fyrrum kærustu. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Steenkamp var 29 ára gömul.Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.VÍSIR/AFPHlauparinn hefur grátið, haldið fyrir eyrun og horft niður í gólfið á meðan hvert vitnið á fætur öðru segir frá atburðum næturinnar.Hræðileg öskur nóttina örlagaríku 107 manns bera vitni í málinu og er Michelle Burger ein vitnanna. Hún býr í tæplega 200 metra fjarlægð frá heimili Pistorius. Hún var fyrsta vitnið í málinu og sagðist hún hafa heyrt hræðilegt kvenmannsöskur nóttina örlagaríku. Hún sagðist fyrst hafa heyrt einn skothvell, síðan hafi komið stutt þögn og þrjú skot fylgdu þar á eftir en það gefur í skyn að Pistorius hafi stöðvað og haldið síðan áfram að skjóta kærustu sína. Verjandi hlauparans sagði að öskrin væru í raun verið Pistorius sjálfur.Ætlaði að tileinka líf sitt guði Annað vitni, læknirinn Johan Stipp, sagðist hafi komið að Oscari þar sem hann kraup á hnjánum við hlið kærustu sinnar, grátandi og biðjandi til guðs um að leyfa henni að lifa og þá myndi hann myndi tileinka líf sitt guði. Stipp segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. Á meðan á vitnisburði Stipps stóð hélt Pistorius yfir eyrun á sér á meðan hann skalf og grét.Pistorius grætur á meðan réttarhöldunum stendur.Vísir/afpSagði hann haldinn byssuþráhyggju Vikan endaði svo á vitnisburði fyrrum kærustu Oscars, Samönthu Taylor. Samband þeirra Pistorius hófst þegar Taylor var sautján ára gömul en þegar talið barst að sambandsbrestum þeirra brast Samantha Taylor í grát. Sagði hún hlauparann hafa haldið tvisvar sinnum fram hjá henni meðan samband þeirra stóð yfir með Reevu Steenkamp. Taylor sagði Pistorius haldinn byssuþráhyggju og sagði frá atviki þar sem Oscar átti að hafa skotið úr byssu útum sóllúgu bíls. Fyrr í vikunni hafði vinur Oscars sagt frá því hvernig hann hafði óvart hleypt af byssu inni á veitingastað, mánuði áður en hann skaut kærustu sína. Hann segir hann hafa fengið vin sinn til að taka á sig sökina fyrir það. Réttarhöldin yfir Oscari halda áfram á mánudaginn, en innan við 10% þeirra vitna sem kalla á fyrir dóminn hafa borið vitni nú þegar og er því búist við að réttarhöldin geti tekið nokkrar vikur. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05 Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nú er fyrstu viku réttarhaldanna yfir Suður-afríska spretthlauparanum Oscari Pistorius lokið, en Oscar varð kærustu sinni að bana á Valentínusardag í fyrra. Rétturinn hefur fengið að heyra vitnisburð nágranna hans, lögreglu sem kom á vettvang eftir atburðarrásina og frá svikinni fyrrum kærustu. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Steenkamp var 29 ára gömul.Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.VÍSIR/AFPHlauparinn hefur grátið, haldið fyrir eyrun og horft niður í gólfið á meðan hvert vitnið á fætur öðru segir frá atburðum næturinnar.Hræðileg öskur nóttina örlagaríku 107 manns bera vitni í málinu og er Michelle Burger ein vitnanna. Hún býr í tæplega 200 metra fjarlægð frá heimili Pistorius. Hún var fyrsta vitnið í málinu og sagðist hún hafa heyrt hræðilegt kvenmannsöskur nóttina örlagaríku. Hún sagðist fyrst hafa heyrt einn skothvell, síðan hafi komið stutt þögn og þrjú skot fylgdu þar á eftir en það gefur í skyn að Pistorius hafi stöðvað og haldið síðan áfram að skjóta kærustu sína. Verjandi hlauparans sagði að öskrin væru í raun verið Pistorius sjálfur.Ætlaði að tileinka líf sitt guði Annað vitni, læknirinn Johan Stipp, sagðist hafi komið að Oscari þar sem hann kraup á hnjánum við hlið kærustu sinnar, grátandi og biðjandi til guðs um að leyfa henni að lifa og þá myndi hann myndi tileinka líf sitt guði. Stipp segir hann hafa haft aðra hönd á nára Steenkamp og tvo fingur hinnar í munni Steenkamp. Svo hafi virst sem hann væri að reyna að koma henni til bjargar. Á meðan á vitnisburði Stipps stóð hélt Pistorius yfir eyrun á sér á meðan hann skalf og grét.Pistorius grætur á meðan réttarhöldunum stendur.Vísir/afpSagði hann haldinn byssuþráhyggju Vikan endaði svo á vitnisburði fyrrum kærustu Oscars, Samönthu Taylor. Samband þeirra Pistorius hófst þegar Taylor var sautján ára gömul en þegar talið barst að sambandsbrestum þeirra brast Samantha Taylor í grát. Sagði hún hlauparann hafa haldið tvisvar sinnum fram hjá henni meðan samband þeirra stóð yfir með Reevu Steenkamp. Taylor sagði Pistorius haldinn byssuþráhyggju og sagði frá atviki þar sem Oscar átti að hafa skotið úr byssu útum sóllúgu bíls. Fyrr í vikunni hafði vinur Oscars sagt frá því hvernig hann hafði óvart hleypt af byssu inni á veitingastað, mánuði áður en hann skaut kærustu sína. Hann segir hann hafa fengið vin sinn til að taka á sig sökina fyrir það. Réttarhöldin yfir Oscari halda áfram á mánudaginn, en innan við 10% þeirra vitna sem kalla á fyrir dóminn hafa borið vitni nú þegar og er því búist við að réttarhöldin geti tekið nokkrar vikur.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05 Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51 Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43 Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20 Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45 Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32 Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42 Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00 Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Pistorius grét og bað fyrir Steenkamp Réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius héldu áfram í dag. 6. mars 2014 19:05
Vitni segist hafa heyrt rifrildi „Ég spurði eiginmann minn hver það væri sem öskraði svona og hann sagðist halda að það væri Oscar.“ 4. mars 2014 13:51
Hló er hann hleypti af byssu sinni Fyrrverandi kærasta Oscars Pistorius lýsti hvernig hann hafði átt það til að snöggreiðast. 7. mars 2014 15:43
Byssan sem banaði Steenkamp Fréttastofa Sky birti í dag myndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius á skotæfingasvæði þar sem hann mundar sömu byssuna og varð kærustu hans, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar í fyrra. 28. febrúar 2014 10:20
Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. 4. mars 2014 07:45
Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious Spretthlauparanum er gefið að sök að myrða Reevu Steenkamp í fyrra. 4. mars 2014 10:32
Vilja gögn úr síma Pistoriusar Þrír rannsóknarlögreglumenn í Suður-Afríku hafa verið sendir til Bandaríkjanna í von um að fá hjálp frá Apple-fyrirtækinu . 27. febrúar 2014 16:42
Réttarhöld yfir Pistorius hefjast í dag Suður-afríski spretthlauparinn er ásakaður um morð á kærustu sinni. 3. mars 2014 08:00
Pistorius sagður hafa skotið úr byssu á veitingastað Atvikið gerðist í þeim mánuði sem hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína. 5. mars 2014 12:38