Farþegavél hvarf af ratsjá 8. mars 2014 13:44 Fólk býr sig undir það versta. vísir/afp Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira