Erlent

Þotan gæti hafa sundrast í miðju flugi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Rannsakendur týndu þotunnar eru að skoða alla möguleika.
Rannsakendur týndu þotunnar eru að skoða alla möguleika.
Ný kenning hefur komið á yfirborðið varðandi týndu malasísku farþegaþotuna sem segir að þotan gæti hafa sundrast í öreindir.

Þotan hefur verið týnd síðan á föstudaginn og yfirvöld eru farin að óttast að um hryðjuverk sé að ræða.

Þrátt fyrir rannsóknir yfirvalda á þeim möguleika að um hryðjuverk sé að ræða, segir heimildarmaður fréttastofu Reuters að ef að þotan hefði verið sprengd, eða hún brotlent, þá hefðu björgunsveitir verið búnar að finna brak eða leifar.

Sú staðreynd að enn sé ekki búið að finna leifar þotunnar bendir til þess að hún gæti hafa sundrast í um 35 þúsund feta hæð. segir heimildarmaðurinn sem starfar við rannsóknina í Malasíu.


Tengdar fréttir

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×