Mokar út mannbroddum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 10:30 Jónína segir söluna hafa gengið vel í vetur. „Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði. Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði.
Veður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira