Mokar út mannbroddum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 10:30 Jónína segir söluna hafa gengið vel í vetur. „Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að slæmur ef horft er á veðrið...en góður fyrir kassann,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri. Þar á bæ seljast mannbroddar betur en áður. Mun betur en suma vetur. „Já, suma vetur kemur engin hálka, en svo kemur svona vetur og þá rjúka mannbroddarnirnir út. Það sem hefur verið sérstakt við þennan vetur er hversu langt hálkutímabilið hefur verið. Stundum er þetta bara í eina til tvær vikur. En í vetur hefur hálkan varla farið,“ segir Jónína. Nýr vinkill í mannbroddasölu er aukningin í heimsóknum túrista. „Hingað koma ferðaskrifstofur og kaupa mikið magn af mannbroddum. Ég fékk líka til mín konu sem var bara með fólk í heimagistingu. Hún keypti mannbrodda fyrir alla sem hjá henni gistu, enda er alveg flughált við Gullfoss og Geysi,“ útskýrir Jónína. Hlaupaóðir Íslendingar leggja líka sitt lóð á vogaskálarnar í mannbroddasölunni. „Hlauparar eru mjög áhugasamir um svona mannbrodda og taka sérstakar gerð, sem er auðvelt að hlaupa á. Við erum með margar tegundir mannbrodda sem eru allar gerðar fyrir mismunandi aðstæður,“ segir Jónína. „Við bjóðum fólki líka upp á að setja nagla í skóna þeirra – svona svipað og dekk eru negld. Nema, að við skrúfum naglana upp í sólann. Þetta hefur verið voðalega vinsælt í vetur,“ segir Jónína sem horfir nú til veðurs og veltir fyrir sér hvort ný hálkutíð sé í vændum.Þurftuð þið að leggja inn auka pöntun af mannbroddum?„Já, við þurftum að gera það og erum til dæmis að fá tvö hundruð stykki í viðbót á næstu dögum.“Og þá vonist þið væntanlega eftir meiri hálku?„Ef þetta selst ekki núna, þá fer þetta bara næsta vetur. En auðvitað væri gott að losna við þetta,“ svarar Jónína létt í bragði.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira