„Átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur“ Ellý Ármanns skrifar 21. febrúar 2014 14:00 Þættir Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur „Ísþjóðin“ og „Ég gafst ekki upp“ eru tilnefndir til Eddunnar í ár í flokkunum besti frétta- eða viðtalsþáttur og besta heimildamyndin. „Ég er himinlifandi yfir því að vera tilnefnd til tveggja verðlauna. Heimildamynd okkar Egils Eðvarðssonar ,,Ég gafst ekki upp” var átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur. Heiða okkar væri án efa mjög ánægð með þau viðbrögð sem myndin hefur fengið. Heiða ætlaði sér alltaf stóra hluti enda var hún kraftmikil og kjörkuð ung kona. Svo er þetta í fyrsta sinn sem þættirnir mínir Ísþjóðin fá tilnefningu og það er æðislegt,“ segir Ragnhildur Steinunn.Benedikt Valsson, Ragnhildur Steinunn, Gunna Dís og Fannar Sveinsson.En að allt öðru. Kjóllinn sem þú klæddist á söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi vakti verðskuldaða athygli. „Já, ég hef mikið verið spurð út í kjólinn sem ég klæddist í söngvakeppninni en sagan á bak við hann er ansi skemmtileg. Ég hafði séð mynd af þessum kjól á facebook síðu. Ég sýndi stílistanum okkar, Gunnu, myndina og sagði að mig langaði að vera í kjól í þessum stíl. Eftir langa leit af svipuðum kjól gafst stílistinn upp og hafði einfaldlega samband við eiganda kjólsins, Jóhönnu Gils, sem var svo almennileg að bjóðast til að lána okkur kjólinn.“Í hverju ætlar þú að vera í annað kvöld, á Eddunni? „Ég ætla að klæðast kjól úr nýjustu línu Freebird og geggjuðum skóm frá Mörtu Jonsson. Ég er svo hjátrúarfull að ég þori ekki öðru því ég klæddist Freebird í fyrra.“Með hverjum ferðu á Edduna?„Ég fer með unnusta mínum Hauki Inga á Edduna og hlakka mikið til,“ segir þessi hæfileikaríka fjölmiðlakona.Heiða Dís tókst á við erfið veikindi með óbilandi jákvæðni.Heimilidamyndin „Ég gafst ekki upp“ fjallar um Heiðu Dís Einarsdóttur, sem féll frá aðeins 23 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Barátta Heiðu Dísar vakti athygli og þá sér í lagi hvernig hún nálgaðist veikindin. Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin hátíðleg á morgun laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Eddan Tengdar fréttir Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30 Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24 Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Þættir Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur „Ísþjóðin“ og „Ég gafst ekki upp“ eru tilnefndir til Eddunnar í ár í flokkunum besti frétta- eða viðtalsþáttur og besta heimildamyndin. „Ég er himinlifandi yfir því að vera tilnefnd til tveggja verðlauna. Heimildamynd okkar Egils Eðvarðssonar ,,Ég gafst ekki upp” var átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur. Heiða okkar væri án efa mjög ánægð með þau viðbrögð sem myndin hefur fengið. Heiða ætlaði sér alltaf stóra hluti enda var hún kraftmikil og kjörkuð ung kona. Svo er þetta í fyrsta sinn sem þættirnir mínir Ísþjóðin fá tilnefningu og það er æðislegt,“ segir Ragnhildur Steinunn.Benedikt Valsson, Ragnhildur Steinunn, Gunna Dís og Fannar Sveinsson.En að allt öðru. Kjóllinn sem þú klæddist á söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi vakti verðskuldaða athygli. „Já, ég hef mikið verið spurð út í kjólinn sem ég klæddist í söngvakeppninni en sagan á bak við hann er ansi skemmtileg. Ég hafði séð mynd af þessum kjól á facebook síðu. Ég sýndi stílistanum okkar, Gunnu, myndina og sagði að mig langaði að vera í kjól í þessum stíl. Eftir langa leit af svipuðum kjól gafst stílistinn upp og hafði einfaldlega samband við eiganda kjólsins, Jóhönnu Gils, sem var svo almennileg að bjóðast til að lána okkur kjólinn.“Í hverju ætlar þú að vera í annað kvöld, á Eddunni? „Ég ætla að klæðast kjól úr nýjustu línu Freebird og geggjuðum skóm frá Mörtu Jonsson. Ég er svo hjátrúarfull að ég þori ekki öðru því ég klæddist Freebird í fyrra.“Með hverjum ferðu á Edduna?„Ég fer með unnusta mínum Hauki Inga á Edduna og hlakka mikið til,“ segir þessi hæfileikaríka fjölmiðlakona.Heiða Dís tókst á við erfið veikindi með óbilandi jákvæðni.Heimilidamyndin „Ég gafst ekki upp“ fjallar um Heiðu Dís Einarsdóttur, sem féll frá aðeins 23 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Barátta Heiðu Dísar vakti athygli og þá sér í lagi hvernig hún nálgaðist veikindin. Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin hátíðleg á morgun laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá.
Eddan Tengdar fréttir Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30 Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24 Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00 Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30
Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24
Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00