Lið Úkraínu vann frábæran sigur í boðskíðagöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.
Það hefur verið mikið fjallað um Úkraínu og mótmælin í Kænugarði síðastliðna daga og vikur í heimsfréttunum og voru því tíðindin af fyrstu gullverðlaunum Úkraínu á leikunum kærkomin.
Liðið skipa tvíburarnir Vita og Valj Semerenko, Juliya Dzhyma og Olena Pidrushna og komu þær í mark á 1:10.25 klst og voru 26,4 sekúndum á undan liði Rússa, sem áttu titil að verja í greininni.
Norðmenn unnu svo til bronsverðlauna og hafa nú unnið 22 verðlaun á leikunum í Sotsjí, þar af tíu gullverðlaun.
Fyrstu gullverðlaun Úkraínu í Sotsjí | Myndband
Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14
Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag.