AlexanderLeckov, MaximVylegzhanin og IliaCherniusov háðu mikinn endasprett við Norðmanninn MartinJohnsrudSundby og fór svo að sá norski kom fjórði í mark.
Leckov kom fyrstur í mark á 1:46:55,2 klukkustundum og þeir Vylegzhanin og Cherniusov hársbreidd á eftir. Aðeins munaði 1/100 á silfurverðlaunahafanum Vylegzhani og Cherniusov sem hirti bronsið.
Sundby fer því heim með „aðeins“ eitt brons en hann átti að vera ein helsta stjarna Norðmanna á leikunum. Það er nokkuð ljóst að móðir hans hefur ekki verið ánægð með hann í dag frekar en aðra daga í Sotsjí.
Rússar eru langefstir í verðlaunatöflunni með 32 verðlaun, fimm fleiri en Bandaríkjamenn. Rússar hafa unnið flest gull eða tólf talsins, flest silfur eða ellefu talsins og níu brons.
Tveimur greinum er ólokið í Sotsjí. Keppni á fjögurra manna bobsleðum stendur nú yfir og þá fer úrslitaleikurinn í íshokkí á milli Svíþjóðar og Kanada fram í hádeginu.
