Undanúrslit í heimsmótinu í holukeppni fara fram í dag 23. febrúar 2014 13:31 Els tekur í höndina á Spieth eftir leikinn í gær Vísir/AP Í gær voru 8 manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni spiluð á Dove Mountain vellinum í Arizona en nú er ljóst hverjir munu leika í undanúrslitum mótsins í dag. Viðureignin sem vakti mesta athygli í 8 manna úrslitum var á milli Ernie Els og hins unga og efnilega Jordan Spieth en Els sigraði hana 4/2. Spieth hefur vakið mikla athygli á PGA mótaröðinni á undanförnu ári en honum tókst þó ekki að sigra Els sem lék frábært golf í gær og þykir mjög líklegur til þess að sigra mótið. Það var greinilegt að reynslan hjálpaði Els í gær en það sama verður ekki sagt um viðureign Rickie Fowler og Jim Furyk þar sem Fowler, sem er einn yngsti og vinsælasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, sigraði hinn reynslumikla Jim Furyk í æsispennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu.Ástralinn geðþekki, Jason Day er kominn í undanúrslit eftir að hafa sigrað Louis Oosthuizen 2/1 en í síðustu viðureign dagsins kom frakkinn Victor Dubuisson öllum á óvart og lagði einn besta holukeppnisspilara í heimi, Graeme McDowell. Undanúrslitin fara fram í dag en þau verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni sem hefst klukkan 14:00. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í gær voru 8 manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni spiluð á Dove Mountain vellinum í Arizona en nú er ljóst hverjir munu leika í undanúrslitum mótsins í dag. Viðureignin sem vakti mesta athygli í 8 manna úrslitum var á milli Ernie Els og hins unga og efnilega Jordan Spieth en Els sigraði hana 4/2. Spieth hefur vakið mikla athygli á PGA mótaröðinni á undanförnu ári en honum tókst þó ekki að sigra Els sem lék frábært golf í gær og þykir mjög líklegur til þess að sigra mótið. Það var greinilegt að reynslan hjálpaði Els í gær en það sama verður ekki sagt um viðureign Rickie Fowler og Jim Furyk þar sem Fowler, sem er einn yngsti og vinsælasti kylfingurinn á PGA mótaröðinni, sigraði hinn reynslumikla Jim Furyk í æsispennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu.Ástralinn geðþekki, Jason Day er kominn í undanúrslit eftir að hafa sigrað Louis Oosthuizen 2/1 en í síðustu viðureign dagsins kom frakkinn Victor Dubuisson öllum á óvart og lagði einn besta holukeppnisspilara í heimi, Graeme McDowell. Undanúrslitin fara fram í dag en þau verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni sem hefst klukkan 14:00.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti