Jason Day bar sigur úr býtum í Arizona 24. febrúar 2014 00:35 Day og Dubuisson takast í hendur eftir úrslitaleikinn Vísir/AP Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira