Jason Day: "Maður uppsker eins og maður sáir" 24. febrúar 2014 21:46 Day fagnar titlinum í gær með fjölskyldu sinni. Vísir/AP Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira