Vill ekki taka þátt í ESB leikriti Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:54 Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson. ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ESB-málið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira