Innlent

Boðað til frekari mótmæla á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Um þrjú þúsund manns létu sjá sig á Austurvelli í dag vegna málsins.
Um þrjú þúsund manns létu sjá sig á Austurvelli í dag vegna málsins. Vísir/Pjetur
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan Alþingi á morgun, þriðja daginn í röð, vegna tillögu utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Á innan við klukkutíma frá því að viðburður var stofnaður á Facebook undir nafninu „Dagur 3: Mótmæli gegn því að ESB-umsókn verði dregin til baka“ höfðu um 250 manns boðað komu sína. 

Fleiri þúsundir manna mættu á Austurvöll í gær og í dag til að vekja athygli á óánægju sinni með tillöguna. Á viðburði morgundagsins stendur að mótmælin hefjist á ný klukkan 17:00. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×