Hyundai Genesis gegn þýskum Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 14:45 Hingað til hefur Hyundai teflt fram Genesis lúxusbíl sínum á Bandaríkjamarkaði. Breyting verður á því í ár þar sem hann verður einnig í boði í suðurhluta Evrópu, sem og í Tékklandi og Slóvakíu. Þar á hann að keppa við bíla þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Samkeppnisbílar Hyundai Genesis eru helst BMW 5-línan, Mercedes Benz E-Class og Audi A6. Þýsku framleiðendurnir eru með um 80% hlutdeild á þessum markaðssvæðum sem Hyundai ætlar nú með Genesis á og það gæti reynst þrautin þyngri að vinna sér markað gegn þeim þýsku. Því eru áætlanir Hyundai hógværar er kemur að því magni bíla sem þeir áætla að selja, eða aðeins 1.000 bílar alls í Evrópu fyrsta árið. Hyundai hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir framleiðslu lúxusbíla og því ætlar Hyundai að treysta á þann kúnnahóp sem átt hefur Hyundai bíla áður og þekkja þá af góðu. Ekki er ljóst á hvaða verði Genesis verður boðinn en víst er að Hyundai verður að verðleggja hann neðar en bíla þýsku framleiðendanna. Heildarmarkaðshlutdeild Hyundai í Evrópu er 3,4% en stefna Hyundai er að auka hana í 5% árið 2020. Hlutdeild Hyundai í janúar féll um 5,5% og ef til vill er tilkoma Genesis í Evrópu liður í því að snúa þessari þróun við. Í Evrópu eru nú 6 milljónir Hyundai bíla og 70% þeirra eru yngri en 7 ára. Þeir sem kaupa Hyundai bíla nú í Evrópu eru í 50% tilvika fyrrum Hyundai eigendur, en sú tala var 36% fyrir 4 árum. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður
Hingað til hefur Hyundai teflt fram Genesis lúxusbíl sínum á Bandaríkjamarkaði. Breyting verður á því í ár þar sem hann verður einnig í boði í suðurhluta Evrópu, sem og í Tékklandi og Slóvakíu. Þar á hann að keppa við bíla þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Samkeppnisbílar Hyundai Genesis eru helst BMW 5-línan, Mercedes Benz E-Class og Audi A6. Þýsku framleiðendurnir eru með um 80% hlutdeild á þessum markaðssvæðum sem Hyundai ætlar nú með Genesis á og það gæti reynst þrautin þyngri að vinna sér markað gegn þeim þýsku. Því eru áætlanir Hyundai hógværar er kemur að því magni bíla sem þeir áætla að selja, eða aðeins 1.000 bílar alls í Evrópu fyrsta árið. Hyundai hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir framleiðslu lúxusbíla og því ætlar Hyundai að treysta á þann kúnnahóp sem átt hefur Hyundai bíla áður og þekkja þá af góðu. Ekki er ljóst á hvaða verði Genesis verður boðinn en víst er að Hyundai verður að verðleggja hann neðar en bíla þýsku framleiðendanna. Heildarmarkaðshlutdeild Hyundai í Evrópu er 3,4% en stefna Hyundai er að auka hana í 5% árið 2020. Hlutdeild Hyundai í janúar féll um 5,5% og ef til vill er tilkoma Genesis í Evrópu liður í því að snúa þessari þróun við. Í Evrópu eru nú 6 milljónir Hyundai bíla og 70% þeirra eru yngri en 7 ára. Þeir sem kaupa Hyundai bíla nú í Evrópu eru í 50% tilvika fyrrum Hyundai eigendur, en sú tala var 36% fyrir 4 árum.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður