Heimamenn stoltir af sínum mat 28. febrúar 2014 20:00 Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott. Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til." Food and Fun Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til."
Food and Fun Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira