Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:17 Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent
Svo virðist sem upptökur séu aftur hafnar á sjöundu myndinni af Fast and Furious en myndir náðust af upptökum í Abu Dhabi. Upptökum á myndinni frestuðust vegna sviplegs fráfalls eins helsta leikara myndanna, Paul Walker. Í myndskeiðinu sem hér sést elta lögreglubílar Ferrari 458 bíl á götum Abu Dhabi og hefur götunum greinilega verið lokað vegna upptakanna. Fréttir herma að Paul Walker muni sjást í nýju myndinni þar sem nokkrar senur með honum voru þegar uppteknar er hann lét lífið á Porsche Carrera GT bíl sem í ógætilegum akstri vafðist utanum staur. Breyta þurfti handriti myndarinnar eftir fráfall Paul Walker og einnig þurfti að breyta útgáfudegi nýju myndarinnar, sem nú er sett á 10. apríl á næsta ári.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent