Bílasölur í Bílgreinasambandinu kanna veðbönd Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2014 11:50 Margt ber að varast við kaup á notuðum bílum. Bílgreinasambandið hvetur fólk til að kynna sér bílasala við kaup á notuðum bílum. Í frétt hér fyrr í dag var greint frá að alltof algengt væri að bílar gengju kaupum og sölum sem hefðu á sér veðbönd sem leitt gæti til þess að nýir eigendur þeirra ættu á hættu að bílar þeirra yrðu teknir uppí veð. Í tilefni þess sendi Bílgreinasambandið frá sér eftirfarandi skilaboð. "Í viðskiptum með notaða bíla eru margir þættir sem kaupandi notaðs bíls verður að hafa í huga. Ekki er við því að búast að allir viti nákvæmlega hvað ber að varast í viðskiptum með notaða bíla og því er það afar brýnt að fólk leiti sér upplýsinga hjá fagaðilum við slík viðskipti. Innan Bílgreinasambandsins eru nokkrar bílasölur en Bílgreinasambandið gerir ákveðnar kröfur til sinna félagsmanna. Meðal þeirra er að viðkomandi hafi lokið prófi til löggildingar bifreiðasala og hafi gilt starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélaga. Þeir aðilar sem staðist hafa próf til löggildingar vita og kunna hvað það er sem kanna þarf í viðskiptum með notaða bíla og eiga m. a. að kanna til hlýtar hvort um veðbönd sé að ræða á bílum áður en þeir skipta um eigendur. Þeir aðilar sem sannarlega verða uppvísir aðófaglegum vinnubrögðum eða sviksemi í starfi fá ekki að vera inna Bílgreinasambandsins segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins." Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent
Bílgreinasambandið hvetur fólk til að kynna sér bílasala við kaup á notuðum bílum. Í frétt hér fyrr í dag var greint frá að alltof algengt væri að bílar gengju kaupum og sölum sem hefðu á sér veðbönd sem leitt gæti til þess að nýir eigendur þeirra ættu á hættu að bílar þeirra yrðu teknir uppí veð. Í tilefni þess sendi Bílgreinasambandið frá sér eftirfarandi skilaboð. "Í viðskiptum með notaða bíla eru margir þættir sem kaupandi notaðs bíls verður að hafa í huga. Ekki er við því að búast að allir viti nákvæmlega hvað ber að varast í viðskiptum með notaða bíla og því er það afar brýnt að fólk leiti sér upplýsinga hjá fagaðilum við slík viðskipti. Innan Bílgreinasambandsins eru nokkrar bílasölur en Bílgreinasambandið gerir ákveðnar kröfur til sinna félagsmanna. Meðal þeirra er að viðkomandi hafi lokið prófi til löggildingar bifreiðasala og hafi gilt starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélaga. Þeir aðilar sem staðist hafa próf til löggildingar vita og kunna hvað það er sem kanna þarf í viðskiptum með notaða bíla og eiga m. a. að kanna til hlýtar hvort um veðbönd sé að ræða á bílum áður en þeir skipta um eigendur. Þeir aðilar sem sannarlega verða uppvísir aðófaglegum vinnubrögðum eða sviksemi í starfi fá ekki að vera inna Bílgreinasambandsins segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins."
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent