Viðskipti erlent

HTC berst gegn Apple og Samsung

Finnur Thorlacius skrifar
Tævanski símaframleiðandinn HTC hefur ekki átt sjö daga sæla undanfarið og hefur sala þess minnkað samfellt síðustu 27 mánuði. Þeir sitja þó ekki aðgerðalausir og ætla að vinna aftur markaðshlutdeild sína með nýjum ódýrum símum og miðlungsdýrum símum og minnka áhersluna á þá dýrustu og fullkomnustu.

Með því ætlar HTC að snúa tapi í hagnað. HTC hefur fallið úr 10% markaðshlutdeild í heiminum í um 2% á aðeins tveimur árum og væri fáum stjórnendum það að skapi. Hlutabréf í fyrirtækinu hefur að vonum fallið hrapalega, eða í einn tíunda af hæsta verði sem á þeim voru.

Hvort áhersla HTC á ódýrari símana muni færa þeim aftur velgengni og hagnað mun tíminn einn leiða í ljós. Slagorð HTC er "quietly brilliant" og kannski laumast fyrirtækið hljóðlega á framabraut aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×