42 Prius bílar innkallaðir á Íslandi 12. febrúar 2014 11:37 Toyota Prius Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent
Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent