Nýr Honda Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 11:15 Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent
Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent