Renault græðir á Dacia Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 13:14 Höfuðstöðvar Renault. Automotive News Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Hagnaður franska bílaframleiðandans Renault meira en tvöfaldaðist á síðast ári frá árinu á undan og er það ekki síst að þakka góðu gengi Dacia bílframleiðandans í Rúmeníu, sem er í eigu Renault. Renault er sá eini af fimm stærstu bílaframleiðendunum í Evrópu sem seldi fleiri bíla í Evrópu í fyrra en árið áður. Sá árangur er líka Dacia að þakka, en vöxtur þar á milli ára í Evrópu nam 23%, en sala Renault bíla í álfunni minnkaði um 1,5%. Renault ætlar að sækja mjög á fjarlægum mörkuðum vegna viðvarandi dræmrar sölu bíla í Evrópu og hefur það að markmiði að tvöfalda sölu sína í Indlandi og ætlar einnig að reisa samsetningarverksmiðju í Kína sem opna á árið 2016. Heildarsala Renault og Dacia á síðasta ári var 2,63 milljón bílar. Dacia Duster hefur selst vel í Evrópu, enda ódýr.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent