Bílasala í Evrópu tosast upp Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 10:15 Nokkrir þessa ættu að komast í hendur nýrra eigenda í ár. Bílasala í Evrópu hefur minnkað 6 ár í röð, en nú eru blikur á lofti um að hið sjöunda sé ekki í nánd. Janúar byrjaði á jákvæðu nótunum og sem dæmi jókst bílasala í þýskalandi um 7% frá árinu áður. Þar voru skráðir 206.000 nýir bílar og var þetta fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala þar eykst milli ára. Það sem sparkaði sölunni áfram voru góð tilboð bílaframleiðendanna og því fylgir ef til vill ekki mkill ávinningur þessari bættri sölu. Heildarsala bíla í fyrra í Þýskalandi var 2,95 milljón bílar en spáð er 3 milljón bíla sölu í ár, sem er innan við 2% aukning. Salan í Frakklandi jókst um 0,5% í janúar og nam 125.477 bílum. Salan á ítalíu jókst um 3% og þar seldust 117.802 bílar. Þar er salan þó á pari við bílasölu á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar, svo þar er enn langt í land að bílasala teljist eðlileg. Salan á Spáni jókst um 7,6% og seldust 53.436 bílar en aukningin þar er helst drifin áfram af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem greiðir kaupendum fyrir að henda eldri bílum. Spáð er 3% aukingu bílasölu í vesturhluta Evrópu og að hún verði 11,85 milljón bílar. Það er ekki nema um 14% af þeirri bílasölu sem áætluð erí öllum heiminum í ár. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Bílasala í Evrópu hefur minnkað 6 ár í röð, en nú eru blikur á lofti um að hið sjöunda sé ekki í nánd. Janúar byrjaði á jákvæðu nótunum og sem dæmi jókst bílasala í þýskalandi um 7% frá árinu áður. Þar voru skráðir 206.000 nýir bílar og var þetta fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala þar eykst milli ára. Það sem sparkaði sölunni áfram voru góð tilboð bílaframleiðendanna og því fylgir ef til vill ekki mkill ávinningur þessari bættri sölu. Heildarsala bíla í fyrra í Þýskalandi var 2,95 milljón bílar en spáð er 3 milljón bíla sölu í ár, sem er innan við 2% aukning. Salan í Frakklandi jókst um 0,5% í janúar og nam 125.477 bílum. Salan á ítalíu jókst um 3% og þar seldust 117.802 bílar. Þar er salan þó á pari við bílasölu á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar, svo þar er enn langt í land að bílasala teljist eðlileg. Salan á Spáni jókst um 7,6% og seldust 53.436 bílar en aukningin þar er helst drifin áfram af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem greiðir kaupendum fyrir að henda eldri bílum. Spáð er 3% aukingu bílasölu í vesturhluta Evrópu og að hún verði 11,85 milljón bílar. Það er ekki nema um 14% af þeirri bílasölu sem áætluð erí öllum heiminum í ár.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent