Af hverju eru Íslendingar svona slakir í vetraríþróttum? 14. febrúar 2014 15:00 Sævar Birgisson hefur staðið sig með prýði í Sotsjí. Mynd/Úr einkasafni Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira