Verra fyrir sálina að vinna silfur en brons Andri Þór Sturluson skrifar 14. febrúar 2014 13:52 Þessi þykist vera ánægður en maður sér það í augunum, að hann er dauður að innan. Margt bendir til þess að það sé ömurlegt að vinna silfur á Ólympíuleikunum því einstaklingurinn sjálfur er gjarn á að rífa sig niður með hugsunum eins og „Ég hefði getað gert betur“ eða „Ég var svo nálægt,“. Þá er mikið skárra að fá bara bronsið, vera ánægður með það því gullið var bara ekki inn í myndinni. Maður er heppinn að fá eitthvað.Thomas Gilovich, sálfræðingur, við Cornell háskóla og aðstoðarmenn hans rannsökuðu á sínum tíma líðan þeirra sem unnið höfðu til verðlauna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og fylgdust með þegar þeim var tilkynnt hvaða sæti þeir lentu í og þegar tekið var við medalíum. Bronsverðlaunarhafar voru mikið ánægðari og leið betur heldur en silfurverðlaunahöfum og er það vegna þess sem sálfræðingar vilja kalla "counterfactual thinking". Það er þessi bölvaða tilfinning sem maður fær stundum þegar maður er fastur í að hugsa „hvað ef..?" Silfurverðlaunahöfum finnst þeir oft hafa verið óheppnir, þeir sviknir eða að gullverðlaunahafinn sé fáviti sem þeir hata. Best er náttúrulega að keppa aldrei í neinu og sitja bara og horfa á aðra gera það á meðan maður drekkur bjór. Annars útskýrir Seinfeld þetta vel hérna. Sá sem fær silfrið er lúser númer eitt. Harmageddon Mest lesið Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Sannleikurinn: Allir fréttamenn merktir varanlega Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Upp á yfirborðið Harmageddon Einn afkastamesti lagahöfundur okkar tíma Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon
Margt bendir til þess að það sé ömurlegt að vinna silfur á Ólympíuleikunum því einstaklingurinn sjálfur er gjarn á að rífa sig niður með hugsunum eins og „Ég hefði getað gert betur“ eða „Ég var svo nálægt,“. Þá er mikið skárra að fá bara bronsið, vera ánægður með það því gullið var bara ekki inn í myndinni. Maður er heppinn að fá eitthvað.Thomas Gilovich, sálfræðingur, við Cornell háskóla og aðstoðarmenn hans rannsökuðu á sínum tíma líðan þeirra sem unnið höfðu til verðlauna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og fylgdust með þegar þeim var tilkynnt hvaða sæti þeir lentu í og þegar tekið var við medalíum. Bronsverðlaunarhafar voru mikið ánægðari og leið betur heldur en silfurverðlaunahöfum og er það vegna þess sem sálfræðingar vilja kalla "counterfactual thinking". Það er þessi bölvaða tilfinning sem maður fær stundum þegar maður er fastur í að hugsa „hvað ef..?" Silfurverðlaunahöfum finnst þeir oft hafa verið óheppnir, þeir sviknir eða að gullverðlaunahafinn sé fáviti sem þeir hata. Best er náttúrulega að keppa aldrei í neinu og sitja bara og horfa á aðra gera það á meðan maður drekkur bjór. Annars útskýrir Seinfeld þetta vel hérna. Sá sem fær silfrið er lúser númer eitt.
Harmageddon Mest lesið Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Sannleikurinn: Allir fréttamenn merktir varanlega Harmageddon „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Upp á yfirborðið Harmageddon Einn afkastamesti lagahöfundur okkar tíma Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon