Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2014 14:33 Menntaskólinn á Ísafirði. Vísir/Pjetur Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira