Sala Porsche gæti náð 200.000 bíla sölu 3-4 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 15:45 Porsche Macan jepplingurinn öflugi. Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Tilkoma Porsche Macan jepplingsins gæti gert það að verkum að Porsche næði því takmarki að selja 200.000 bíla ári 3-4 árum fyrr en fyrri áætlanir Porsche hljóðuðu uppá. Porsche ætlaði að ná því takmarki árið 2018, en gæti jafnvel náð því í ár eða á næsta ári. Porsche hefur skynjað mikla eftirspurn eftir Macan bílnum, en hann fer í sölu í vor á þessu ári. Porsche áætlar að 50.000 eintök af Macan gæti selst á ári og þar sem Porsche seldi 162.145 bíla á síðasta ári gæti salan á þessu ári farið yfir 200.000 bíla. Sala á Cayenne jeppa Porsche er langmest allra bílgerða sem Porsche framleiðir og áætlar Porsche að samanlögð sala á Cayenne og Macan gæti náð 64% af heildarsölu fyrirtækisins árið 2015 þegar sala á Macan hefur spannað heilt almanaksár. Porsche ætlar að framleiða fleiri gerðir Macan en þær tvær sem verða í fyrstu í boði og mun dísilútgáfa og tvinnbílsútgáfa á honum verða í boði í kjölfarið. Á það einungis eftir að auki sölu á bílnum, að mati Porsche. Ódýrari útgáfa Macan, sem þó er 340 hestöfl, mun kosta 51.095 dollara í Bandaríkjunum, eða um 5,9 milljónir króna.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent