Norðmenn láta Svía vita að þeir eru áfram stóri bróðir 17. febrúar 2014 20:15 "Skoðið þetta, Svíþjóð! Við erum áfram stóri bróðir.“ Mynd/Skjáskot af vef VG Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01