Norðmenn láta Svía vita að þeir eru áfram stóri bróðir 17. febrúar 2014 20:15 "Skoðið þetta, Svíþjóð! Við erum áfram stóri bróðir.“ Mynd/Skjáskot af vef VG Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01