Fótbolti

Færðu Evrópudeildarleik frá Úkraínu til Kýpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Dynamo Kiev þurfa að ferðast langt til að komast á heimaleik sinna manna.
Stuðningsmenn Dynamo Kiev þurfa að ferðast langt til að komast á heimaleik sinna manna. Vísir/Getty
Úkraínska liðið Dynamo Kiev og spænska liðið Valencia áttu að mætast á morgun í Kænugarði í Úkraínu í fyrri leik sínum í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en UEFA hefur nú þurft að færa leikinn til annars lands.

Stigvaxandi átök milli mótmælenda og lögreglu í höfuðborg Úkraínu hafa skapað mikið óvissuástand í landinu og UEFA sá ekkert annað í stöðunni en að færa leikinn til Nicosiu á Kýpur.

Leikurinn fer nú fram á GSP-leikvanginum á Nicosiu í Kýpur og hefst klukkan 18.00 á íslenskum tíma eða sama tíma og áður.

Þetta verður engu að síður heimaleikur Dynamo Kiev liðsins en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni eftir viku.



Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×