Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, segist bera virðingu fyrir öflugri vörn Seattle Seahawks en liðin mætast í Super Bowl annað kvöld.
„Þeir eru klókir leikmenn og það sýnir sig hversu vel þeir ná saman inn á vellinum,“ sagði Manning um hina rómuðu sendingavörn Seattle.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá ummæli Manning á blaðamannafundi í vikunni en hann ræddi meðal annars um hans eigin líðan í liði Denver.
„Í fyrra fannst mér að ég væri bara gestur í búningsklefanum enda búinn að vera hjá sama liðinu svo lengi,“ sagði Manning en áður en hann kom til Denver árið 2012 hafði hann verið á mála hjá Indianapolis Colts síðan 1998.
„En mér líður mun betur í ár og ber að þakka öllum þeim sem eru hjá Broncos fyrir það. Allir hafa tekið mér svo ótrúlega vel og er ég í dag stoltur af því að vera hluti af þessu liði.“
Super Bowl XLVIII milli Denver Broncos og Seattle Seahawks fer fram á Metlife Stadium í New Jersey verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
Manning: Líður mun betur í ár en í fyrra
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn