Mercedes-Benz S og G bílar ársins hjá Auto Motor und Sport 3. febrúar 2014 10:54 Mercedes Benz S-Class lúxusbíllinn. Auto Motor und Sport Mercedes-Benz S-línan og hinn goðsagnakenndi Mercedes Benz G-jeppi hafa verið valdir bestu bílar ársins 2014, hvor í sínum flokki. Þetta voru niðurstöður í vali lesenda þýska tímaritsins „Auto Motor und Sport“. Báðir bílarnir hafa því hlotið sæmdarheitið „Besti bíll ársins 2014“. Hið víðlesna bílatímarit Auto Motor und Sport hefur um margra ára skeið staðið fyrir vali á bíl ársins. Að þessu sinni tóku 115.285 lesendur þátt í valinu. Mercedes-Benz S hefur löngum verið órjúfanlega tengdur tækninýjungum og ríkulegum útbúnaði. Hann státar af snjöllum öryggisbúnaði, þar á meðal getur hann með upp að vissu marki fylgt með sjálfvirkum hætti eftir bílum sem á undan fara í umferðarhnútum. Annar hápunktur bílsins er svokallað MAGIC BODY fjöðrunarstýrikerfi, sem gerir Mercedes-Benz S fyrsta bílinn í heimi sem greinir ójöfnur í veginum framundan og lagar fjöðrunarkerfið að þeim áður en ekið er yfir þær. Með þessari tækni er hugtakið „akstursþægindi“ í raun endurskilgreint. Mercedes Benz G er fyrir löngu orðinn klassískur jeppi. En velgengni hans virðist engan endi ætla að taka. G-línan lagði grunninn að jeppafjölskyldu Mercedes-Benz strax árið 1979. Síðan hefur G-línan tekið stöðugum breytingum og betrumbótum. Núna hefur þessi klassíski unglingur öðlast goðsagnakennda stöðu á meðal jeppaáhugamanna heimsins. Hann hefur stöðugt verið uppfærður með nýjustu hátækni og hágæðabúnaði og innréttingum og hefur þess vegna án vandkvæða varið stöðu sína sem draumajeppinn.Mercedes Benz G-Class jeppinn. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent
Mercedes-Benz S-línan og hinn goðsagnakenndi Mercedes Benz G-jeppi hafa verið valdir bestu bílar ársins 2014, hvor í sínum flokki. Þetta voru niðurstöður í vali lesenda þýska tímaritsins „Auto Motor und Sport“. Báðir bílarnir hafa því hlotið sæmdarheitið „Besti bíll ársins 2014“. Hið víðlesna bílatímarit Auto Motor und Sport hefur um margra ára skeið staðið fyrir vali á bíl ársins. Að þessu sinni tóku 115.285 lesendur þátt í valinu. Mercedes-Benz S hefur löngum verið órjúfanlega tengdur tækninýjungum og ríkulegum útbúnaði. Hann státar af snjöllum öryggisbúnaði, þar á meðal getur hann með upp að vissu marki fylgt með sjálfvirkum hætti eftir bílum sem á undan fara í umferðarhnútum. Annar hápunktur bílsins er svokallað MAGIC BODY fjöðrunarstýrikerfi, sem gerir Mercedes-Benz S fyrsta bílinn í heimi sem greinir ójöfnur í veginum framundan og lagar fjöðrunarkerfið að þeim áður en ekið er yfir þær. Með þessari tækni er hugtakið „akstursþægindi“ í raun endurskilgreint. Mercedes Benz G er fyrir löngu orðinn klassískur jeppi. En velgengni hans virðist engan endi ætla að taka. G-línan lagði grunninn að jeppafjölskyldu Mercedes-Benz strax árið 1979. Síðan hefur G-línan tekið stöðugum breytingum og betrumbótum. Núna hefur þessi klassíski unglingur öðlast goðsagnakennda stöðu á meðal jeppaáhugamanna heimsins. Hann hefur stöðugt verið uppfærður með nýjustu hátækni og hágæðabúnaði og innréttingum og hefur þess vegna án vandkvæða varið stöðu sína sem draumajeppinn.Mercedes Benz G-Class jeppinn.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent