Ban Ki-moon mætir til Sotsjí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:00 Ban Ki-moon og Barack Obama lyfta glösum. Vísir/Getty Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Ban Ki-moon, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað mætingu sína á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer á föstudaginn. Hann mun einnig nýta tækifærið og funda með þjóðarleiðtogum annarra landa. Nokkrir af helstu leiðtogum heimsins verða þó fjarverandi. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollande, forseti Frakklands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa allir boðað forföll. Er talið að ástæðuna megi í það minnsta að hluta rekja til viðhorfs Rússa gagnvart samkynhneigðum. Rússar hafa hlotið mikla gagnrýni og hefur íþróttafólk og þjóðarleiðtogar verið hvatt til að sniðganga leikanna sökum laga sem tóku gildi síðastliðið sumar. Nýju lögin banna að fjallað sé um samkynhneigð í nærveru barna eða að nokkur áróður sé hafður í frammi gagnvart börnum.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur staðfest að allir séu velkomnir á leikana óháð kynhneigð. Hann fullyrðir að engin mismunun eigi sér stað gagnvart samkynhneigðum í Rússlandi. Undir það tók sendiherra Rússlands á Íslandi á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. „Það eru engin vandamál. Lög okkar takmarka ekki réttindi samkynhneigðra á nokkurn hátt nema að því leyti að við viljum að börn séu látin í friði,“ segir Andrei Tsyganov. Lögin banna „áróður“ fyrir samtökum samkynhneigðra gagnvart börnum. „Þú mátt gera hvað sem þú vilt er snertir samkynhneigð en láttu börnin eiga sig.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira