Útsending Fox-sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, dró að sér 111,5 milljónir áhorfendur.
Aldrei hafa fleiri fylgst með útsendingu í bandarísku sjónvarpi eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Fox. Gamla metið var sett þegar New York Giants vann New England Patriots í Super Bowl fyrir tveimur árum síðan en þá fylgdust 111,3 milljónir áhorfenda með.
Þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem útsending frá Super Bowl slær áhorfsmet í bandarísku sjónvarpi. Örlítið færri fylgdust með sigri Baltimore Ravens í fyrra en áhorfið tók aftur kipp í ár.
Þá kom einnig fram í tilkynningu Fox að rúmlega 25 milljónir færslur voru skrifaðar á Twitter-samskiptavefnum í tengslum við leikinn. Flestar komu þegar Percy Harvin, útherji Seattle, skoraði snertimark í upphafi seinni hálfleiks eða 429 þúsund „tíst“.
