Toyota fimmfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 14:30 Úr samsetningaverksmiðju Toyota. Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent
Vel gekk hjá japanska bílaframleiðandanum Toyota á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður af rekstri fimmfaldaðist á tímabilinu og er það helst að þakka lækkandi gengi japanska yensins. Söluaukning Toyota á fjórða ársfjórðungi nam 10% og seldi Toyota 2.317.000 bíla á þessum þremur mánuðum. Hagnaðurinn var 579 milljarðar króna. Japanska yenið lækkaði um 23% í fyrra og hefur það ekki bara hjálpað Toyota heldur öllum japönsku bílaframleiðendunum. Hagnaður Toyota er talinn verða jafnmikill á árinu 2013 og hagnaður GM og Volkswagen til samans. Þegar Toyota gerir upp rekstrarár sitt við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, sem er í sjálfu sér undarlegt bókhald, er gert ráð fyrir að fyrirtækið skili 2.100 milljarða króna hagnaði sem yrði 14% meiri hagnaður en upphaflegar áætlanir Toyota hljóðuðu uppá. Vel gekk hjá Toyota að selja bíla í Bandaríkjunum, en hún jókst um 7,4% árið 2013 og nam 2,24 milljónum bíla. Búist er við 100.000 bíla aukningu í ár þar. Enn betur gekk í Kína en þar jókst salan um 9,2% og seldust þar 917.500 bílar. Þar ætlar Toyota að selja 1,1 milljón bíla í ár. Salan í Evrópu var 824.000 bílar og jókst um 8% milli ára.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent