"Maður var bara kallaður tossi“ Ellý Ármanns skrifar 5. febrúar 2014 11:30 Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var: Ísland Got Talent Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var:
Ísland Got Talent Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira