Ódýrast að eiga Mazda og Lexus Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 11:45 Mazda stóð sig best allra framleiðenda í flokki ódýrari bíla. Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Reynsluakstur bíla gefur ökumönnum ágæta hugmynd um hvað bílar eru bestir í akstri, en segir lítið um hvernig þeir munu reynast í framtíðinni. Því hefur Kelley Blue Book í Bandaríkjunum lengi rannsakað hvaða bílar reynast best við 5 ára eignarhald. Nýjustu niðurstöður þeirra sýna að bestu kaupin eru í Mazda bílum í ódýrari flokki bíla og Lexus í lúxusbílaflokki. Af bandarísku framleiðendunum stóðu bílar General Motors sig vel með bílana Chevrolet Spark og Spark EV tvinnbílinn, Chevrolet Camaro SS og ZL1. Toyota vann líka marga flokka bíla með bílgerðunum Corolla, Prius, Tacoma og Lexus LS og RX. Afskriftir og eldsneytiskostnaður spilar stór hlutverk við mat á bílunum í könnun Kelley Blue Book, en einnig fjármögnunarkostir, tryggingakostnaður, viðgerðarkostnaður og viðhald og þau gjöld sem greiða þarf af hverjum bíl.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent