400 hestöfl úr 40 kg vél Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 10:30 Nissan DeltaWing ZEOD. Autoblog Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent
Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent