McIlroy náði fugli á átjándu og er í forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 13:07 Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira