Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. janúar 2014 16:03 Knox var sakfelld ásamt kærasta sínum, hinum ítalska Raffaele Sollecito, í gær fyrir morð. vísir/getty Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox til Ítalíu ef stjórnvöld þar í landi fara fram á það. Frá þessu er greint á vef Sky. Knox, sem er bandarískur ríkisborgari, var sakfelld ásamt kærasta sínum, hinum ítalska Raffaele Sollecito, fyrir rétti á Ítalíu í gær fyrir morð á bresku stúlkunni Meredith Kercher árið 2007. Knox hlaut 28 ára fangelsisdóm og Sollecito 25 ára dóm. Þeim er einnig gert að greiða skaðabætur til fjölskyldu Kercher, sem var herbergisfélagi Knox í Perugia á Ítalíu. Bæði halda þau enn fram sakleysi sínu. Lögfróðir segja að það sé ekkert til í því að Bandaríkin muni ekki framselja Knox til Ítalíu verði þess óskað. Gemma Lindfield, breskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í framsalsmálum, segir að löglegur framsalssamningur sé í gildi á milli Bandaríkjanna og Ítalíu. „Bandaríkjunum myndi bera skylda til að handtaka hana ef þess yrði óskað. Líklega yrðu önnur réttarhöld yfir henni í Bandaríkjunum.“Erfitt að neita framsali Knox og Sollecito voru upphaflega sakfelld árið 2007 áður en áfrýjunardómstóll sýknaði þau árið 2011. Hélt Knox þá aftur til Bandaríkjanna. Síðasta sumar ákvað svo hæstiréttur Ítalíu að rétta í málinu á ný og sagði vinnubrögð áfrýjunardómstólsins óviðunandi. Í Bandaríkjunum má lögum samkvæmt ekki rétta yfir manneskju á ný fyrir sama glæp og hún hefur áður verið sakfelld eða sýknuð fyrir. Líklegt þykir að það yrði málsvörn Knox ef réttað yrði yfir henni í Bandaríkjunum en Lindfield segir að erfitt yrði að neita framsali á þeim forsendum, enda var málið gegn Knox rekið fyrir ítölskum dómstólum.Alan Dershowitz, lagaprófessor við Harvard, tekur í sama streng og telur að Bandaríkin gætu þurft að framselja Knox. „Reynum við að fá uppljóstraran Edward Snowden framseldann til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ Hann bendir einnig á að þar sem réttarhöldin yfir Knox voru á tveimur mismunandi dómsstigum eigi málsvörnin um tvenn réttarhöld fyrir sama glæp ekki við. Sérfræðingar segja þó að ólíklegt þyki að ítölsk yfirvöld óski eftir framsali fyrr en hæstiréttur hefur staðfest dóminn. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum. 3. október 2011 12:11 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox til Ítalíu ef stjórnvöld þar í landi fara fram á það. Frá þessu er greint á vef Sky. Knox, sem er bandarískur ríkisborgari, var sakfelld ásamt kærasta sínum, hinum ítalska Raffaele Sollecito, fyrir rétti á Ítalíu í gær fyrir morð á bresku stúlkunni Meredith Kercher árið 2007. Knox hlaut 28 ára fangelsisdóm og Sollecito 25 ára dóm. Þeim er einnig gert að greiða skaðabætur til fjölskyldu Kercher, sem var herbergisfélagi Knox í Perugia á Ítalíu. Bæði halda þau enn fram sakleysi sínu. Lögfróðir segja að það sé ekkert til í því að Bandaríkin muni ekki framselja Knox til Ítalíu verði þess óskað. Gemma Lindfield, breskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í framsalsmálum, segir að löglegur framsalssamningur sé í gildi á milli Bandaríkjanna og Ítalíu. „Bandaríkjunum myndi bera skylda til að handtaka hana ef þess yrði óskað. Líklega yrðu önnur réttarhöld yfir henni í Bandaríkjunum.“Erfitt að neita framsali Knox og Sollecito voru upphaflega sakfelld árið 2007 áður en áfrýjunardómstóll sýknaði þau árið 2011. Hélt Knox þá aftur til Bandaríkjanna. Síðasta sumar ákvað svo hæstiréttur Ítalíu að rétta í málinu á ný og sagði vinnubrögð áfrýjunardómstólsins óviðunandi. Í Bandaríkjunum má lögum samkvæmt ekki rétta yfir manneskju á ný fyrir sama glæp og hún hefur áður verið sakfelld eða sýknuð fyrir. Líklegt þykir að það yrði málsvörn Knox ef réttað yrði yfir henni í Bandaríkjunum en Lindfield segir að erfitt yrði að neita framsali á þeim forsendum, enda var málið gegn Knox rekið fyrir ítölskum dómstólum.Alan Dershowitz, lagaprófessor við Harvard, tekur í sama streng og telur að Bandaríkin gætu þurft að framselja Knox. „Reynum við að fá uppljóstraran Edward Snowden framseldann til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ Hann bendir einnig á að þar sem réttarhöldin yfir Knox voru á tveimur mismunandi dómsstigum eigi málsvörnin um tvenn réttarhöld fyrir sama glæp ekki við. Sérfræðingar segja þó að ólíklegt þyki að ítölsk yfirvöld óski eftir framsali fyrr en hæstiréttur hefur staðfest dóminn.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum. 3. október 2011 12:11 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum. 3. október 2011 12:11
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51