Kimono-tískusýning á Japanshátíð Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 07:00 Nemendur voru með uppákomu í Kringlunni þar sem þeir kynntu Japanshátíðina. Mynd/Gunnella Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira