Mun Chevrolet auglýsa áfram á Manchester United? Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 10:45 Chevrolet Corvette Stingray. Árið 2012 skrifaði Chevrolet uppá risaauglýsingasamning við knattspyrnulið Manchester United sem var til 7 ára og kostar fyrirtækið 65 milljarða króna. Sá samningur hlýtur að vera í nokkru uppnámi í ljósi þess að Chevrolet mun draga bíla sína af markaði í Evrópu í lok næsta árs. Enn hefur þó ekki verið neinu rift milli Chevrolet og Man. Utd. Forsvarsmenn Chevrolet benda á að áhangendur Manchester United sé að mestu utan Evrópu og því skipti brotthvarf Chevrolet þar ekki svo miklu máli. Chevrolet selur bíla sín á flestum öðrum markaðssvæðum. Af 659 milljón aðdáenda Manchester United er helmingur þeirra í Asíu og 108 milljónir þeirra í Kína. Aðrir 173 milljón aðdáendur eru í miðausturlöndum og Afríku, 71 milljón í Ameríkuheimsálfunum, en aðeins 90 milljónir í Evrópu. Í þessu ljósi skiptir ef til vill ekki svo miklu máli að Chevrolet dragi sig frá sölu bíla í Evrópu. Það skiptir kannski meira máli hvernig gengi Manchester liðsins er á þessu tímabili, en gengi liðsins hefur ekki verið svo slakt í mörg ár. Enginn vill jú binda sig við fallandi stjörnur en tímbilið er ekki úti og aldrei að vita hvort Eyjólfur hressist ekki. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent
Árið 2012 skrifaði Chevrolet uppá risaauglýsingasamning við knattspyrnulið Manchester United sem var til 7 ára og kostar fyrirtækið 65 milljarða króna. Sá samningur hlýtur að vera í nokkru uppnámi í ljósi þess að Chevrolet mun draga bíla sína af markaði í Evrópu í lok næsta árs. Enn hefur þó ekki verið neinu rift milli Chevrolet og Man. Utd. Forsvarsmenn Chevrolet benda á að áhangendur Manchester United sé að mestu utan Evrópu og því skipti brotthvarf Chevrolet þar ekki svo miklu máli. Chevrolet selur bíla sín á flestum öðrum markaðssvæðum. Af 659 milljón aðdáenda Manchester United er helmingur þeirra í Asíu og 108 milljónir þeirra í Kína. Aðrir 173 milljón aðdáendur eru í miðausturlöndum og Afríku, 71 milljón í Ameríkuheimsálfunum, en aðeins 90 milljónir í Evrópu. Í þessu ljósi skiptir ef til vill ekki svo miklu máli að Chevrolet dragi sig frá sölu bíla í Evrópu. Það skiptir kannski meira máli hvernig gengi Manchester liðsins er á þessu tímabili, en gengi liðsins hefur ekki verið svo slakt í mörg ár. Enginn vill jú binda sig við fallandi stjörnur en tímbilið er ekki úti og aldrei að vita hvort Eyjólfur hressist ekki.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent