Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. janúar 2014 22:13 Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. vísir/daníel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45
Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent