Seldi fornbíla fyrir 29 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2014 14:21 Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent
Uppboðshaldarinn Barrett-Jackson hefur nýlokið við að bjóða upp margan fríðan fornbílinn í Arizona og punguðu kaupendur þeirra út heilum 29,1 milljarði króna í þá. Sá dýrasti, sem hér sést á mynd, var 1958 árgerðin af Ferrari 250 GT California Long sem fór á 1.030 milljónir króna. Þetta verð gerir nýja ofurbíla að kjarakaupum í samanburði. Meðalverð bílanna sem boðnir voru upp var 12,5 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson hafa verið haldin í 39 ár og standa þau í 8 daga, en bílarnir eru aðeins til sýnis fyrstu tvo dagana og uppboðið sjálft tekur svo 6 daga. Á síðustu árum hefur uppboðið og sýning bílanna dregið að um 200.000 manns hverju sinni. Á uppboðinu var einnig boðinn upp fyrsti bíllinn af Ford Mustang gerð árgerð 2015 og rann afrakstur þess til góðgerðarmála. Myndskeið frá uppboðinu er hér að ofan.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent