Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm er meðframleiðandi myndarinnar, en hún var tekin hér á landi síðasta í sumar. Myndin er framhald kvikmyndarinnar Dead Snow frá árinu 2009 sem sló rækilega í gegn og hefur verið seld til 73 landa.
Líklega er óhætt að fullyrða að myndin sé sú blóðugasta sem tekin hefur verið hér á landi, og rétt er að vara viðkvæma við stiklunni sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.