Lífið

Susan Boyle sækir um láglaunastöðu

Susan Boyle
Susan Boyle AFP/NordicPhotos
Söngkonan Susan Boyle hefur sótt um láglaunastöðu sem gjaldkeri í útibúi hjá veðmálafyrirtækinu Ladbrokes í Bretlandi.

Þrátt fyrir þetta er sagt að Boyle hafi þénað tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, síðan hún lenti í öðru sæti í hæfileikakeppninni Britain's Got Talent árið 2009.



Samkvæmt slúðurmiðlum í Bretlandi, sá hún stöðuna auglýsta á fimmtudaginn síðastliðinn og spurðist strax fyrir um starfið. Starfsmannastjórinn David Corr sagðist hafa brugðið í brún þegar hann sá söngkonuna inni á gólfi hjá sér, og ennþá skrýtnara fannst honum að hún væri að spyrjast fyrir um starf sem gjaldkeri.

Hann sagði í viðtali við The Sun.

„Susan Boyle gekk hérna inn og spurði mig um stöðuna við sem við höfðum auglýst í glugganum. Okkur brá talsvert. Hún greindi frá því að hún byggi rétt hjá og að hún hefði mikinn áhuga á starfinu. Augljóslega þarf hún ekki á peningunum að halda en ætli hún sjái þetta ekki sem leið til þess að komast aðeins út á meðal fólks og hugsa um eitthvað annað en söngferilinn.“

Boyle var sagt að ef hún hefði áhuga á starfinu þyrfti hún að sækja um rafrænt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×