Skrímslahamurinn á samning hjá Skittles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2014 18:15 Lynch hleypur með boltann. Vísir/Getty Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00
Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03
Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18
Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti