Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 22:27 Sebastian Vettel var ekki ánægður. Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes. Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes.
Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira