Fótbolti

„Fanndís vildi lifa af fótboltanum“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Fanndís Friðriksdóttir er gengin til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Arna-Björnar en hún var síðasta á mála hjá Kolbotn.

„Hún fékk tilboð frá okkur en vildi komast á samning sem gerði henni kleift af lifa af fótboltanum. Það gátum við ekki boðið henni,“ sagði Hege Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá Kolbotn við norska fjölmiðla.

Fanndís skoraði sjö mörk fyrir Kolbotn á síðasta tímabili og varð markahæsti leikmaður félagsins.

Alls hafa níu leikmenn yfirgefið herbúðir Kolbotn í vetur en liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar í haust. Arna-Björnar varð í þriðja sæti.

Fanndís, sem er 24 ára gömul, lék með Breiðabliki allan sinn meistaraflokksferil hér á landi en hélt utan eftir tímabilið 2012. Hún á að baki 43 A-landsleiki og hefur skorað í þeim tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×