Askja líka með vaxtalaus bílalán Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 14:57 Í sýningarsal Öskju. Bílaumboðið Askja í samstarfi við Ergo kynnir í dag valkost í bílafjármögnun - vaxtalaus bílalán til allt að 36 mánaða. „Lánin sem við erum að bjóða í samstarfi við Ergo eru án alls kostnaðar“, segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Viðskiptavinur greiðir enga vexti, lánin eru ekki verðtryggð, ekkert þinglýsingargjald, engin lántökugjöld, ekkert lokagjald og engin seðilgjöld. Með þessum valkosti fylgja ekki aðrir kaupaukar en þeir að við teljum okkur bjóða bestu bílana, þar á meðal Kia sem er með 7 ára ábyrgð. Greiðsla af láni er óbreytt allan tímann, nema viðskiptavinur kjósi að greiða inn á lánið, en þá lækkar greiðslubyrðin um leið. Ekkert uppgreiðslugjald fellur til, kjósi viðskiptavinur að greiða lánið upp fyrr,“ segir Jón Trausti. Lánin eru að hámarki 40% af kaupverði nýrrar bifreiðar og munu viðskiptavinir því greiða 60% af kaupvirði með eigin fé eða með uppítökubíl. „Við erum að mæta samkeppni á bílamarkaði og teljum að hér sé um að ræða áhugaverðan kost fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina. Við hjá Öskju erum bjartsýn á góða bílasölu á þessu ári og vonumst til þess að markaðurinn haldi áfram að stækka en árið 2013 var annað stærsta bílasöluárið frá hruni. Við náðum hæstu hlutdeild sem við höfum náð á Íslandi með Mercedes-Benz og seldum hátt í 300 bíla þeirra gerðar á árinu. Auk þess var Kia fjórða mest selda vörumerkið á Íslandi með 8,5% markaðshlutdeild. Fyrirkomulagið hjá okkur er svipað og hjá samkeppnisaðilum, nema að í okkar tilfelli tekur Ergo þátt í þessu með okkur. Að sjálfsögðu bjóðum við um leið upp á alla aðra bílafjármögnun sem viðskiptavinir óska eftir í samstarfi við fjármögnunaraðila,“ segir Jón Trausti. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Bílaumboðið Askja í samstarfi við Ergo kynnir í dag valkost í bílafjármögnun - vaxtalaus bílalán til allt að 36 mánaða. „Lánin sem við erum að bjóða í samstarfi við Ergo eru án alls kostnaðar“, segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Viðskiptavinur greiðir enga vexti, lánin eru ekki verðtryggð, ekkert þinglýsingargjald, engin lántökugjöld, ekkert lokagjald og engin seðilgjöld. Með þessum valkosti fylgja ekki aðrir kaupaukar en þeir að við teljum okkur bjóða bestu bílana, þar á meðal Kia sem er með 7 ára ábyrgð. Greiðsla af láni er óbreytt allan tímann, nema viðskiptavinur kjósi að greiða inn á lánið, en þá lækkar greiðslubyrðin um leið. Ekkert uppgreiðslugjald fellur til, kjósi viðskiptavinur að greiða lánið upp fyrr,“ segir Jón Trausti. Lánin eru að hámarki 40% af kaupverði nýrrar bifreiðar og munu viðskiptavinir því greiða 60% af kaupvirði með eigin fé eða með uppítökubíl. „Við erum að mæta samkeppni á bílamarkaði og teljum að hér sé um að ræða áhugaverðan kost fyrir ákveðinn hóp viðskiptavina. Við hjá Öskju erum bjartsýn á góða bílasölu á þessu ári og vonumst til þess að markaðurinn haldi áfram að stækka en árið 2013 var annað stærsta bílasöluárið frá hruni. Við náðum hæstu hlutdeild sem við höfum náð á Íslandi með Mercedes-Benz og seldum hátt í 300 bíla þeirra gerðar á árinu. Auk þess var Kia fjórða mest selda vörumerkið á Íslandi með 8,5% markaðshlutdeild. Fyrirkomulagið hjá okkur er svipað og hjá samkeppnisaðilum, nema að í okkar tilfelli tekur Ergo þátt í þessu með okkur. Að sjálfsögðu bjóðum við um leið upp á alla aðra bílafjármögnun sem viðskiptavinir óska eftir í samstarfi við fjármögnunaraðila,“ segir Jón Trausti.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent