Dökkar hliðar Super Bowl leiksins í New Jersey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 20:59 Myndin tengist fréttinni óbeint. Nordicphotos/Getty 25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira